Þjóðfélagsumræðan séð úr dálítilli fjarlægð

Ég hef verið sá lukkunnar pamfíll að vera að mestu búsettur hér í suður Frakklandi þar sem sólin skín en að öðru leyti skeður kannski heldur lítið.

Samt sá franska Telecom (les Landsíminn fyrir 20 árum) aumur á okkur hér í sveitinni og þannig komst ég í ADSL samband um þessa helgi. Skjaldbakan kemst þó hægt fari stundum betur en hérinn sem oft hleypur hér fyrir bílinn hjá mér í flani sínu.

Þess vegna hef ég verið sem límdur við tölvuskjáinn og fylgst með mbl.,rúv., silfri egils á stöð tvö og lesið blogg. Það er alveg ótrúlegur kraftur í þjóðfélagsumræðu á Íslandi og eins og allir ætli í framboð, enda kannski ekki að furða eftir þau kjör sem nú bjóðast kjörnum fulltrúum og að teknu tilliti til þess að þeir þurfa aldrei að sæta ábyrgð og geta jafnvel boðið sig fram í örugg sæti eftir að hafa verið dæmdir fyrir siðblindu. Já það er mikið rætt og mikið grætt á Íslandi.

Mér þóttu íþróttafréttir alveg ótrúlega amerískar. Amerískur ruðningsbolti, amerískur körfubolti, amerískt golf - eru Íslendingar svona ameríkaníseraðir?? Þetta minnti mig á þegar ég fór í tvígang í sjálfboðavinnu til Uganda fyrir u.þ.b. ári og komst að raun um að einfaldasta leiðin til að komast í samband við unga fólkið einkum stráka var að spurja þá hvort þeir fylgdu Arsenal eða Manchester United að málum og vera svo á sama máli og þeir og þá var ísinn brotinn. Í þessu land lokaða hitabeltislandi fylgdust allir með enska boltanum. Ungandískur fótbolti var svo spilltur peningalega að menn höfðu gefist upp á honum og tekið þann enska eins og Eggert og Björgúlfur.

Það var svo sem fjölmargt sem mér þótti athyglisvert en ég ætla aðeins að nefna hér eitt mál sem var umræðan um stóriðjumálin. Mér fannst bók Andra Snæs svo sem um margt ágæt og Ómar hefur bent á ýmislegt en fara Íslendingar nú ekki aðeins offari? Hér í Frakklandi er ekki annað meira rætt en hlýnun jarðar og hvað sé unnt að gera í að spara mengandi orku. Ég hef amk. ekki séð það í umræðunni að sú orka sem við virkjum með því að breyta krafti flúða í orku sé hrein og miklu hreinni en ef þessi álver væru knúin orku framleiddri með olíu eða kolum. Sjálfur bý ég hér við vatn sem myndað var af frönsku Landsvirkjun á sjöunda áratug síðustu aldar og hefur verið mikil lyftistöng fyrir mannlíf hér um slóðir. Ég gef ekki mikið fyrir þó eitthvert grjót fari í kaf á hálendinu við höfum yfrið nóg af því.

Kannski væri tækifæri að dusta rykið af GECA kerfinu sem Edgar Guðmundsson verkfræðingur ásamt fleirum góðum mönnum barðist fyrir í nær tuttugu ár til að koma upp raunhæfum ódýrum byggingum fyrir fátækt fólk en sú framleiðsluaðferð sem byggir á framleiðslu sementsbundinna spónaeininga bindur mikið magn af koldíoxíði. Það fyrirtæki var látið fara hljóðlega á hausinn fyrir tveim árum eða svo.

Læt hér staðar numið í dag fyrsta degi blogg færslu

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ármann Örn Ármannsson

Höfundur

Ármann Örn Ármannsson
Ármann Örn Ármannsson
áhugamaður um þjóðmál \%a búsettur síðustu 5 ár að mestu í efra Provence í Frakklandi og stundar þar útivist,píanókennslu ogfrístundabúskap. Fyrrum framkvæmdastjóri Ármannsfells h.f. og viðskiptafræðingur

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 332

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband