Ópera

Sitt sýnist hverjum um þá stefnu óperunnar að flytja helst stykki sem lítið eru flutt og ekki hafa heyrst hér áður. Árni Ragnarsson skrifaði fyrir nokkru í Lesbókina um afturhvarf til fortíðar  og svo kom okkar ástkæri stórtenór Gunnar Guðbjörnsson og andmælti honum. Hann hélt því meira að segja fram að það væri betra að hafa sýningar heldur færri en fleirri því þannig væri tapið minna. Ég held nú að menn verði að vera listamenn til að halda svona bulli fram. Það sér það hver heilvita maður að meginkostnaður óperusýningar er sviðsetning og æfingar auk annars fastakostnaðar og eftir því sem hann deilist á fleirri sýningar lækkar fasti kostnaðurinn auðvitað. Þetta er svona eins og hjá Steini Steinar"Að frelsa heiminn er eins og að spila á spil, með spekingslegum svip og taka í nefið, og þó þú tapir það gerir ekkert til, því það er nefnilega vitlaust gefið." Þetta er flottur skáldskapur og jafnvel gild heimspeki en þetta er léleg hagfræði.

Það er svo með óperusýningar þetta furðulega en um leið heillandi form tónlistarinnar og leikhússins að það er dýrt í uppfærslu. Jafnvel Parísaróperan með 2200 manns í sæti og miðaverð um 10.000 krónur að meðaltali fær aðeins um þriðjung rekstrarkostnaðar úr miðasölu. Samt sem áður skipta þær tekjur auðvitað verulegu máli.

Nei óperan þarf að vanda sig og fara bil beggja og það sýnist mér hún raunar vera að gera undir ágætri stjórn Bjarna óperustjóra, en hana vantar nýtt hús og þar þurfa menn að leggjast á árar með Gunnari Birgissyni og koma upp nýju óperuhúsi í Kópavogi. Nú hillir undir langþráð tónlistarhús á Íslandi og þá eigum við að nota þetta gengdarlausa góðæri og koma upp óperuhúsi. Þá fyrst getum við sagt að við höfum byggt yfir tónlistarflutning. Hvað eru fótboltahallirnar orðnar margar, nú eða handbolta? Allt gott um boltann en hann er ekki lífið allt. Stór hluti þess er tónlist.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Oft ágætt að lesa hlutina aftur. Mér virðist flestir vita að 470 sæti duga ekki fyrir sýningarkostnaði.  Þar kemur uppfærslukostnaður ekki málinu við. Helst þyrftu að vera styrkir til fyrir uppfærslukostnaði svo miðasölutekjur dugi fyrir kostnaði en þar hrökkva ekki seld 470 til (og jafnvel minna þar sem 30 sæti í Gamla bíó eru svo slæm að fólk vill ekki nota þau). Ég er auðvitað  listamaður og allt þetta auðvitað bull sem lænkar og verkfræðingar eiga erfitt með að skilja...hins vegar skilja þeir þetta sem vilja.  Málið er hvort við eigum að láta eitt listform stöðvast í þróun út af íhaldsemi er miklu stærra mál - það er ekki gert í öðrum löndum, en eins og svo oft, eru öðruvísi viðmið á Íslandi.  Sennilega kemur kemur önnur grein frá mér þar sem ég segi lítillga frá launamálum listamanna í þá tíð er Á.T. sat í stjórn óperunnar.  Ef ég nenni því yfirleitt.  Ef sú stefna væri enn rekin væru engir söngvarar lengur í ÍÓ.

kær kveðja, Gunnar Guðbjörnsson

Gunnar Guðbjörnsson (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ármann Örn Ármannsson

Höfundur

Ármann Örn Ármannsson
Ármann Örn Ármannsson
áhugamaður um þjóðmál \%a búsettur síðustu 5 ár að mestu í efra Provence í Frakklandi og stundar þar útivist,píanókennslu ogfrístundabúskap. Fyrrum framkvæmdastjóri Ármannsfells h.f. og viðskiptafræðingur

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 332

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband