Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Breyttir Tímar

Já þetta eru sannarlega breyttir tímar - maður les moggan beint á netinu, sem raunar bara sveitamönnum hér í Frakklandi finnst vera tíðindi, en það er allt það sem er að ske á Íslandi! Það þykir smáfrétt að úthlutað sé 56 milljónum í styrki úr sjóði Baugs! Ég minnist þess fyrir 5 árum þegar ég fékk úthlutað úr sjóði Landsbankans að mig minnir 200 þúsund krónum til að haldaa hér íslenska tónlistarhátíð og mig minnir að heildar úthlutunin hafi verið til tíu aðila alls um 2 miljónir og þótti gott ! Það er næstum þegar maður les viðskiptafréttir í dag að það sé búið að skipta út orðinu milljón fyrir miljarð.

Fyrst og fremst verður maður var við uppganginn í öllu 27% aukning gistinátta á hótelum, Geysir Green að fjárfesta víðsvegar um heiminn í orkugeiranum og viðskiptahallinn að minnka. Það er bara fylgi samfylkingar og bílainnflutningur sem dregst saman. Það fyrra vegna vandræðagangs og hið síðara af því að landið er sennilega orðið fullt af bílum.

Ég held að Jón Baldvin gerði rétt í því að a.hv. koma til hjálpar eða bjóða fram valkost t.d. eftir þeim línum sem Haukur Nikulásson hefur sett fram. Jón er tvímælalaust hæfasti stjórnmálaforingi sem kratar eiga og nú eftir að Davíð er allur (vonandi) myndi hann ná að blómstra á ný. Ég held að þjóðin hefði gott af því. Þetta yrði líka dálaglegur hópur ef allir ónægðir kratar , grænfriðungar Ómars Ragnarssonar, hulduher Margrétar Sverris og Kristins Gunnarssonar, Betri Byggð og aldraðir og öryrkjar kæmu saman.

Annars fannst mér pistill Guðmundar Steingríms um Hannes og heimildamyndaþáttagerð lang skemmtilegasta efni Moggans í dag. 


Um bloggið

Ármann Örn Ármannsson

Höfundur

Ármann Örn Ármannsson
Ármann Örn Ármannsson
áhugamaður um þjóðmál \%a búsettur síðustu 5 ár að mestu í efra Provence í Frakklandi og stundar þar útivist,píanókennslu ogfrístundabúskap. Fyrrum framkvæmdastjóri Ármannsfells h.f. og viðskiptafræðingur

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband