19.3.2007 | 13:27
Já, prinsinn í Kambodíu sakaður um framhjáhald
Það er heimilislegt að vera kominn heim í heiðardalinn eftir skíðaferð í fjöllin - geta lesið moggan sinn á netinu og fylgst með BBC world sem fjallar um öll helstu vandamál heimsins eins og framanskráð fyrirsögn gefur okkur hugmynd um.
Þá er notalegra að lesa athugasemd Ellerts Schram sem snuprar réttilega Agnesi Bragadóttur og Mbl. fyir fráleitt slúður í garð Össurar á forsíðu Moggans á laugardag. Breytingar eru sjálfsagt nauðsynlegar á Mogga eins og annars staðar en stundum fara þeir yfir strikið og maður fær fortíðarþrá.
Það er erfitt að trúa ófærðarfréttum frá Íslandi í bliðviðrinu hér en annars skjálfa fjölmiðlar hér í Frakklandi af kosningaskjálfta enda rétt rúmur mánuður til kosninga. Forseti Frakklands skiptir vissulega meira máli en á Íslandi því hann er næstum eins og í USA sá sem öllu ræður. Ég hef verið að reyna að kynna mér þessa frambjóðendur og að gleymdum extrimistanum Le Pen þá eru hinir þrír sem til greina koma ótrúlega líkir. Frú Segoleme minnir um margt á Ingibjörgu Sólrúnu en öll koma þau þrjú hún, Sarkozy og Baeyrot úr sömu skólum og keppast um að láta mynda sig á landbúnaðarsýningum meðal velaldra nautgripa. Guðni ætti kannski að reyna það til að auka vinsældir framsóknar! Bayrot hefur það raunar framyfir Guðna að vera uppgjafabóndi eða svoleiðis meðan að Guðni er víst bara uppgjafa lögga og kann bara á mótorhjól. Já það er mikið leikhús þessi pólitík og núorðin velborguð á Íslandi m.v. það sem hér þekkist eða í Bretlandi. Mér er sagt að Blair muni allt að tífaldast í launum þegar hann hættir í júní. Mér lýst persónulega best á Sarkozy, en þeir sem mér hefur litist best á í pólitík hafa aldrei hlotið kosningu svo sennilega endar þetta með því að Beyrot verður forseti eins mikið og Frakkar hefðu nú þurft á kona að halda jafnréttisins vegna, sem hér er 50 árum á eftir Íslandi.
Um bloggið
Ármann Örn Ármannsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.