27.3.2007 | 09:24
Pólitískir sendiherrar í gestaíbúð
Ég var eitthvað að pirrast út af pólitískum stöðuveitingum sem svo sem eru til skammar á Íslandi, en þá komu bara yndisleg vinstri græn hjón og leigðu gestaíbúðina mína í viku og við höfum haft um nóg að ræða síðan fyrir helgi. Ég var búinn að gleym því hvað getur verið gaman að spjalla um pólitík. Það er bæði mannbætandi og skerpir mann í sannfæringunni. Ég er nú svoddan vingull að það liggur við að þau hafi sannfært mig um að vg og sjálfstæðisflokkurinn gætu alveg farið ágætlega saman í ríkisstjórn. Kannski það væri illskárra en framsókn áfram með hægri græna sem hækju?
Við höfum farið rækilega yfir stóriðnaðar og virkjanamálin og komist að raun um að sameiginlegir fletir geta fundist og Draumalandið er kannski heldur velskrifað áráðursrit eins og ég hef haldið fram fremur en heilagur sannleikur.
Við höfum líka fundið út að við höfum öll jafnlitla ást á "ónefnda manninum" eins og nú er farið að kalla hann, en hann virðist enn vofa yfir vötnum í pólitíkinni.
Um bloggið
Ármann Örn Ármannsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.