Pólitík og blogg

Kær vinur minn segir að bloggarar séu eins og lekir kranar sem ekki sé hægt að þétta. Það má rétt vera en þessa viku sem ég hef varið sjálfsagt samtals 10 stundum í að skoða íslenskt blogg þá sé ég mér til mikillar gleði að fjöldi íslendinga hefur brennandi áhuga á stjórn- og þjóðmálum. (sennilega það sama?)

Mér fannst frábært að lesa pistil Margrétar Sverrisdóttur um hvers vegna hún hefur þennan áhuga og ég held að Ísland sé í nokkuð góðum málum meðan við eigum slatta af slíku fólki, sem mér sýnist vera staðreyndin.

Það var einnig hræðilega satt að lesa pistil hins aldna foringja Sverris um kvótagróðann og spillingu Dabba og Dóra. Þetta andlit spillingarinnar og valdagræðginnar hjá þeim félögum, sem var eiginlega ástæða þess að ég tók mér búsetu hér í Provence.

Ég er oft að velta því fyrir mér hvort Geir Haarde sem mér lýst annars svo ágætlega á ætlar að víkja frá stefnu Hannesar Hólmsteins-Davíðs og Friedmans komist hann áfram til valda? Mér finnst það enn heldur óljóst. Hann leiðréttir í fáu kjör aldraðra. Mér voru að berast þær fréttir að einn af okkar allra bestu rithöfundum Sigurðar A. Magnússon hefði 80 þús til að framfleita sér! Er nú ekki einhver sem getur gert eitthvað í svona máli?

Þó Sigurður A. hefði aðeins skrifað "Undir Kalstjörnu" væri hann meira en verður listamannalauna í heiðursflokki en auk þess hefur hann skrifað heilt fjall af góðu efni, ljóðum, þýðingum o.s.frv.frv. Ef einhver les þetta blogg og þekkir mann sem þekkir mann please!

Varði morgninum annars í að leiðbeina nemanda í Beethoven sónötu og e.h. fór mestur tíminn hjá mér í að spila aðra fyrir konu mína. Það var mikill maður hann Lúðvík og hver maður ríkur sem nær að kynnast honum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ármann Örn Ármannsson

Höfundur

Ármann Örn Ármannsson
Ármann Örn Ármannsson
áhugamaður um þjóðmál \%a búsettur síðustu 5 ár að mestu í efra Provence í Frakklandi og stundar þar útivist,píanókennslu ogfrístundabúskap. Fyrrum framkvæmdastjóri Ármannsfells h.f. og viðskiptafræðingur

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband