14.3.2007 | 17:06
ESB aðild
Var að lesa Moggann á pdf sniðinu og get ekki stillt mig um að leggja nokkur orð í belg.
Á baksíðu er glennifyrirsögn um að ESB aðild gæti kostað 2,5 til 5 milljarða. Það er hvergi minnst á í frásögn af nefndarstörfum hvaða ávinnigur gæti verið í ESB aðild og það þarf að lesa smáletrið til þess að sjá að í dag eru greiðslur umfram gjöld talin 1,5 milljarðar svo í raun er verið að tala um einn milljarð. Þá er örugglega ekki talin t.d. ekki taldir allir þeir styrkir sem íslensk menningarstarfsemi fær út úr esb auk margs annars.
Það er einnig í blaðinu grein eftir þann gamla og í sjálfu sér greinda kommúnista Ragar Arnalds, sem í stað kommúnistatrúarbragðanna tók upp þegar að sovét hrundi svo gallharða þjóðernisafstöðu og hatur á esb að vandfundinn er annar eins.
Hann talar um afsal fiskveiðiheimildanna sem þjóðarmorð. Í fyrsta lagi hafa margir forustumenn ESB lýst því ítrekað yfir undanfarin tíu ár eða svo að Íslendingar gætu samið um þetta ákvæði. Í öðru lagi vill komminn Ragnar Arnalds, sem ég raunar dái mjög sem leikskáld, halda því fram að með þessu kvótakerfi sem hefur raskað byggð á Íslandi meir en nokkuð annað og gert fáa auðuga en flesta fátækari og heildarafrakstur auðlindarinnar minni, sé eitthvað til að státa sér af??? Ég held næstum að megi fullyrða að ESB hefði stýrt þessu betur heldur en Dabbi og Halldór! Það er með ólíkindum hversu íslenska þjóðin hefur tekið ráni þjóðarauðlindarinnar með miklu jafnaðargeði.
Það er eins og þegar að einhver blaðamaður á Íslandi segir að París sé skítaborg og þá um leið að þeir 50 milljón túristar (mun fleiri en nokkur önnur borg í heimi) séu asnar þá mætti kanski hlusta á þá forustumenn Íslands sem reka útsóknarfyrirtækin og orsaka ríkidæmi Íslands nú. Þeir allir leggja til að Ísland gerist hluti af ESB. Það er ekki bara samfylkingin.
Ég er sammála fyrrum aðalforstjóra General Electric að pólitík er ekki fyrir mig þar er gott fólk en í stað þess að ráðast að vandanum og auka samkeppnishæfni þá er stjórnsýslan allsráðandi í pólitíkinni - auk spillingarinnar sem ekki má ræða.
Um bloggið
Ármann Örn Ármannsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.