22.3.2007 | 10:47
Að skilja sína þjóð
Sennilega hef ég verið of lengi erlendis. Ég er dálítið hissa á að fjórðungur þjóðarinnar virðist styðja vinstri græna. Mér finnst nú samt líka dálítið gaman að því að ég geti gengið að því vísu að amk. fjórðungur þjóðarinnar hugsar allt öðru vísi en ég. Raunar er ég viss um að þeir séu miklu miklu fleiri. Í alvöru talað þá óar mig við því ef Steingrímur Sigfússon og hans lið komast til valda t.d. í samvinnu við Samfylkinguna. Ég held að þá hrynji efnahagslífið saman og allt fari í stóra stopp. Já en maður á víst aldrei að vera með neinar áhyggjur.
Um bloggið
Ármann Örn Ármannsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað ert þú að hafa áhyggjur af þessu, sjálfur í útlöndum ?
Níels A. Ársælsson., 22.3.2007 kl. 10:51
Ég geri mér almennt far um að hafa engar áhyggjur, enda segi ég ekkert um það, en þú veist að úr fjarlægð sér maður stundum hlutina á annan hátt heldur en þegar maður hrærist í þeim. Ég er annars á leiðinni heim eins og flestir Íslendingar í útlöndum.
Ármann Örn Ármannsson, 25.3.2007 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.