16.2.2007 | 08:25
Möndlutrén blómstra
Meðan að menn halda vetrarhátíð á Fróni eru möndlutrén hér farin að blómstra. Það er óneitanlega fallegt, - en mánuði of snemma. Gott að lesa um að menn hafi náð einhverju samkomulagi um gróðurhúsaáhrifin annars gæti mín sveit hér í S-Frans fljótlega breyst í eyðimörk. Komst annars ekki inn á Moggann sem ég er nánast orðinn háður eins og nikótíninu hér forðum. Líður hálf nöturlega að geta amk. ekki fylgst með andlátsfréttunum.Útvarp hér er ekki hægt að opna þar flæðir maddamma Segouleme um allar trissur, sem betur fer bætir gamla gufan það upp á netinu. Ég hef lesið talsvert af bloggi síðustu daga en einhvern veginn er kraninn minn minna lekur en oft og þá er bara best að þegja. Eitt langar mig þó að minnast á af því ég hef flækst hér óbeint í dómstólamál sem túlkur fyrir breskan kunningja minn og svo hefur maður náttúrlega verið að fylgjast með öllum þessum dómsmálum á Íslandi síðustu misseri og nú síðast í gær að lesa mér til mikillar ánægju um að 'IAV málinu hefði verið vísað frá. Við eigum á Íslandi dómstóla sem virka. Ég held það sé ekki hægt að segja um franska dómstóla. Þeir eru ótrúlega óvirkir og ósanngjarnir, enda gerir fólk hér ekki ráð fyrir því að þeir séu réttlátir.Það er sagt að fjarlægðin geri fjöllin blá en ég er alltaf að sannfærast betur og betur um hvað við eigum þrátt fyrir allt gott þjóðríki. Veðrið er samt betra hér og hananú.
Um bloggið
Ármann Örn Ármannsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.